Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garðar kemur nýr inn í stjórn SSS
Þriðjudagur 13. nóvember 2007 kl. 14:26

Garðar kemur nýr inn í stjórn SSS

Ekki voru miklar breytingar á stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem var kjörin á aðalfundi sambandsins um síðustu helgi. Allir stjórnarmeðlimir voru endurkjörnir nema Steinþór Jónsson, fráfarandi formaður, en í hans stað var kjörinn flokksbróðir hans, Garðar Ketill Vilhjálmsson, úr meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.

Annars er ný stjórn svo skipuð: Oddný Harðardóttir Garði, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Grindavík, Óskar Gunnarsson Sandgerði, Birgir Örn Ólafsson Vogum og nýliðinn Garðar Ketill Vilhjálmsson. Ekki hefur enn verið gengið frá verkaskiptingu innan stjórnar en fastlega má gera ráð fyirir að Oddný verði næsti formaður, enda er röðin komin að Garði í þeim efnum.

Vf-mynd/Þorgils - Frá aðalfundi SSS um helgina
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024