Garðar í Garði hljóta verðlaun
Fegrunar og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Garðs veitti í dag viðurkenningar fyrir fallega garða og snyrtilegt umhverfi húsa. Verðlaunagarðurinn árið 2005 er við Lyngbraut 1 en eigendurnir eru þau Anna Mary Pétursdóttir og Guðmundur Knútsson. Þau hafa áður fengið viðurkenningu enda er garðurinn þeirra og umhverfi hússins til fyrirmyndar.
Tveir aðrir garðar fengu viðkenningar en þeir eru við Einholt 8, eigendur eru þau S. Þóra Gunnarsdóttir og Sævar Leifsson, og við húsið Björk, Garðbraut 14 en eigendur þar eru Oddný Harðardóttir og Eiríkur Hermannson.
Myndir af görðunum birtast í næstu viku.
Myndin: Eigendur verðlaunagarðsins með verðlaunin á bakvið sig en það var fallegur steinn með álplötu og áletruninni Verðlaunagarður 2005