Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 11:49

GANGSETNINGU SEINKAR

Gangsetningu orkuvers 5 í Svartsengi seinkar en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir því að opnun yrði 8. september nk. Er nú stefnt að gangsetningu 1. október að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Framkvæmdir við orkuver 5 hafa staðið yfir í nokkurn tíma án þess að fyrir lægi leyfi til raforkuframleiðslu í Svartsengi í þessu nýja orkuveri. Júlíus segir í fréttabréfi Hitaveitunnar að við blasi því að hefja þurfi undirbúning frekari virkjana, en miðað við núverandi stefnu stjórnvalda verði vart nema um undirbúning að ræða því meðan ekki fæst að semja um nýtingu virkjana á viðskiptagrundvelli sé ekki ráðlegt að hefja beinar framkvæmdir við virkjanir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024