Gámur og garðhýsi að fjúka
Nokkrar tilkynningar voru farnar að berast lögreglunni á Suðurnesjum í morgun vegna foks á þakplötum og fleiri lausamunum í hvassviðrinu. Í gær bárust allmargar tilkynningar vegna þessa til lögreglu og vörðuðu þær meðal annars gám í Vogum og garðhýsi í Grindavík sem voru að fjúka. Þá var nokkuð um að þakplötur losnuðu og fauk ein slík á hús. Liðsmenn björgunarsveita fóru í verkefnin og tryggðu að ekki hlytist frekara tjón af þessum hlutum.