Gamli Þór verður að brotajárni í Helguvík
Gamla varðskipið Þór hefur farið í sína síðustu siglingu. Hafnsögubáturinn Auðunn tók Þór í tog síðdegis í gær frá Njarðvíkurhöfn og í Helguvík. Þar var Þór dreginn í land þar sem starfsmenn Hringrásar munu á næstu dögum rífa skipið niður í brotajárn.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá síðustu ferð Þórs.