Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gamli leikfimisalurinn rifinn
Fimmtudagur 9. ágúst 2012 kl. 12:51

Gamli leikfimisalurinn rifinn

Í gær hófust framkvæmdir við að rífa gamla leikfimisalinn við Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. Þar mun rísa ný bygging sumarið 2013 en þar verður aðstaða fyrir nýtt sameiginlegt bókasafn og tónlistarskóli.

Niðurrifið tekur nokkra daga enda þarf að fara varlega þar sem útveggirnir eru steyptir og saga þarf þá niður þar sem salurinn tengist við aðalbygginguna.

Sett verður möl í sárið þegar búið verður að rífa salinn og gengið snyrtilega frá áður en skólastarf hefst 23. ágúst nk.  Næsta vor hefjast svo byggingaframkvæmdir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fleiri myndir á Grindavík.is