Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gamli Garðskagavitinn fær andlitslyftingu
Fimmtudagur 29. ágúst 2002 kl. 08:39

Gamli Garðskagavitinn fær andlitslyftingu

Gamli vitinn á Garðskaga hefur fengið andlitslyftingu. Starfsmenn Vitastofnunar hafa verið í Garðinum síðustu daga með málningarrúllur á lofti. Vitinn hefur verið málaður í upprunalegum litum og merktur byggingaárinu, 1897.Þá hefur verið skipt um tóg í rekkverki umhverfis vitann og er aðkoman nú öll hin glæsilegasta. Vegfarandi, sem blaðamaður ræddi við á Garðskaga, sagði framkvæmdina vera aðdáunarverða. Vitinn væri fyrir löngu kominn úr þjónustu en væri vel við haldið af Vitastofnun. Það bæri að þakka.
Gamli vitinn á Garðskaga hefur verið mikið aðdráttarafl ferðafólks sem og heimamanna í áratugi.

Myndina tók Guðbjörg Grétarsdóttir fyrir Víkurfréttir á Netinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024