Gamli barnaskólinn verði menningar- og menntasetur
Menningaráð Reykjanesbæjar leggur til að gamli barnaskólinn á Skólavegi 1 verði gerður að menningar- og menntasetri í umsjón Menningarsviðs. Í húsinu verði skólasögu bæjarfélagsins gerð skil á lifandi hátt ásamt því að húsnæðið nýtist sem vinnustofur og sýningarhúsnæði listamanna ásamt styttri námskeiðum og ráðstefnuhaldi. Þannig verður þetta sögufræga hús áfram opið bæjarbúum og starfsemin tengd menningu og menntun eins og verið hefur.