Gamla myndin: X-Nei í glugga fyrrum forseta bæjarstjórnar
Reykjanesbær fagnaði tvítugsafmæli sínu á síðasta ári en sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í sameinað sveitarfélag gekk ekki átakalaust. Og það voru ekki allir tilbúnir í þann samruna.
Íbúar Keflavíkur og Hafna voru mjög jákvæðir yfir sameiningu sveitarfélaga en það var ekki staðan á öllum heimilum í Njarðvík. Þegar gengið var til kosninga um sameininguna blasti þetta risastóra skilti í einu húsi í Njarðvík. Þetta var hús fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Njarðvíkurbæjar, Áka Gränz. X-NEI skiltið í glugga á efri hæðinni í húsi Karvels við Norðurstíg 5 blasti við öllum sem voru að ganga á kjörstað í grunnskólanum í Njarðvík en hann var næsta hús við Karvel.
Svo fór að lokum að sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta en þetta uppátæki vakti kátínu. Úrklippa úr Víkurfréttum eftir kosninguna sem var 5. feb. 1994 er hér að neðan við viðtölum við bæjar- eða sveitarstjórana.