Gamla flugstöðin nær horfin

Gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli er nær horfin af yfirborði jarðar. ISAVIA réðst í það verk í vetur að láta rífa bygginguna og fyrirtækið ABLTAK fékk verkið eftir útboð.
 
Samkvæmt skipulagi fyrir Keflavíkurflugvöll mun rísa flugskýli þar sem flugstöðin stóð áður.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin um helgina og þar má sjá að aðeins lítill hluti burðarvirkis gömlu flugstöðvarinnar stendur enn uppi.