Gamla Fiskiðjan rifin
Þeir höfðu það á orði karlarnir í dag að nú væri verið að slíta einu tengslin á milli gömlu Keflavíkur og Njarðvíkur. Byrjað er að rífa hús gömlu Fiskiðjunnar en það stendur sem kunnugt er á gömlu bæjarmörkunum og var því bæði í Keflavík og Njarðvík.
Húsið hefur verið þyrnir í augum síðustu árin en nú sjá menn fram á mikla breytingu á svæðinu með uppbyggingu á nýju húsnæði á svæðinu. Ekki liggja fyrir neinar mótaðar hugmyndir um hvað mun rísa á lóðinni en niðurrifi þeirra bygginga sem eru þarna núna á að vera lokið 7. mars nk. Nú er unnið að því að fjarlægja stálbita á svæðinu, en þá má nota áfram, þó svo annarsstaðar verði.
Myndin: Frá niðurrifi gömlu Fiskiðjunnar í Reykjanesbæ í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Tölvugrafík: Hér er tillaga að nýtingu svæðisins úr framtíðarsýn Reykjanesbæjar sem kynnt var síðasta vor.