GAMAN Á SJÓ ÞEGAR VEL GENGUR
Hrafn Sveinbjarnarson GK, sem Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út, kom í fyrsta skipti í heimahöfn fyrir skömmueftir 10 ára útlegð. Nú er skipið við veiðar á Stokksnesgrunni og áætlað að það komi að landi í byrjun október. Sigurður Jónsson, 1.stýrimaður og afleysingaskipstjóri, er ánægður með lífið og tilveruna því fiskeríið hefur gengið vel hingað til. Hvernig hafa aflabrögð verið að undanförnu?„Það hefur verið frekar rólegt hjá okkur í þessum túr en í síðasta túr fengum við 68 milljónir fyrir aflann sem er nokkuð gott.”Hvað eruð þið búnir að ná miklu á land á árinu?„Við erum kominir með um 400 milljónir yfir árið. Þetta hefur veirð alveg ágætt, jafnir og góðir túrar.”Hvaða tegundir eruð þið að veiða?„Við höfum verið með 150 tonn af þorski í hverjum túr, svo reynum við að taka sem mest af öðru eins og ufsa, karfa og ýsu í bland. Við erum líka í utankvótategundum eins og gulllaxi og litlakarfa.Hvernig líst þér á nýju innsiglinguna í Grindavík?„Þetta er mjög mikill munur og við bindum miklar vonir við hana. Ég get ekki séð nema að þetta eigi eftir að auka umferð um höfnina enn meira.”Hvernig er lífið um borð?„Þetta gengur sinn vanagang. Við höfum verið að fá jafnar og góðar tekjur og vinnum hjá góðri útgerð, svo við kvörtum ekki. Þegar vel gengur er alltaf gaman á sjó, maður væri ekki að þessu öðruvísi.