Gamall kunningi tekinn með dóp í Leifsstöð
Þrennt var handtekið í Leifsstöð á föstudaginn með eitt kíló af ætluðu amfetamíni innan klæða sem þau hugðust koma inn í landið. Fólkið, sem eru öll pólskir ríkisborgarar, var stöðvað þar sem einn karlmaður í hópnum hafði komið við sögu lögreglu hér á landi áður. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Maðurinn sem um ræðir var úrskurðaður í endurkomubann árið 2003 þegar hann var staðinn að innbroti í verslun á Snæfellsnesi og reyndi ásamt tveimur félögum sínum að sleppa frá lögreglu þegar upp um þá komst.Glöggir tollverðir könnuðust við manninn í flugstöðinni frá fyrri tíð og tóku hann höndum. Það leiddi til þess að hin tvö voru einnig tekin og á þeim fundust eiturlyfin. Voru þau úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl nk.
VF-mynd úr safni