Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Galvaskir með þokuljós í góða veðrinu
Mánudagur 25. mars 2013 kl. 11:10

Galvaskir með þokuljós í góða veðrinu

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo ökumenn vegna ölvunaraksturs. Annar hafði áður verið sviptur ökuréttindum, en hinn var sviptur til bráðabirgða. Þá voru sex ökumenn staðnir að hraðakstri. Sá sem hraðast ók, átján ára piltur, mældist á 127 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Tveir óku galvaskir með þokuljós í góða veðrinu og fimm voru sektaðir fyrir að leggja bílum sínum ólöglega. Loks ók karlmaður um fertugt sviptur ökuréttindum og hafði hann ekki haft fyrir því að spenna bílbeltið fyrir aksturinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024