„Gallery förðun opnar aftur“
Frumrannsókn á brunanum í versluninni Gallery förðun í gærkvöldi bendir til þess að eldurinn hafi kveiknað út frá rafmagni við ísskáp á lager verslunarinnar. Óli Garðarsson, einn eigenda verslunarinnar staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir í kvöld. Frekari rannsókn á þó eftir að fara fram og hefur brunastað verið lokað fyrir öllum umgangi.Óla var mjög brugðið þegar hann kom á brunastað í kvöld, en hann var staddur í Mosfellsbæ þegar honum barst tilkynning um eldinn. Vegfarandi um Hafnargötuna hringdi í hann og tilkynnti hvað gerst hafði. „Ég hélt fyrst að það væri verið að grínast í mér, en þótti grínið grátt,“ sagði Óli í samtali við blaðið. Hann sagðist hafa verið í sambandi við Neyðarlínuna nokkrum sinnum á leiðinni til Keflavíkur og af þeim símtölum að dæma hafi greinilega verið mikill eldur í versluninni því fljótlega fékk hann fréttir af því að allt væri brunnið, sem brunnið gat.
„Það er ekkert annað að gera en að moka út og innrétta nýja verslun. Gallery förðun opnar aftur,“ sagði Óli Garðarsson í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Svona var umhorfs inni í versluninni fyrir brunann. Myndin var tekin eftir að verslunin var endurnýjuð og stækkuð árið 1999. Ein af glæsilegustu verslunum Keflavíkur. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
„Það er ekkert annað að gera en að moka út og innrétta nýja verslun. Gallery förðun opnar aftur,“ sagði Óli Garðarsson í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Svona var umhorfs inni í versluninni fyrir brunann. Myndin var tekin eftir að verslunin var endurnýjuð og stækkuð árið 1999. Ein af glæsilegustu verslunum Keflavíkur. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson