Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gagnrýna harðlega styttingu bótatíma
Stjórnarþingmennirnir Ásmundur Friðriksson og Silja Dögg Gunnarsdóttir sátu bæði aðalfund SSS. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Þriðjudagur 16. september 2014 kl. 10:03

Gagnrýna harðlega styttingu bótatíma

– útgjöldin leggjast þyngst á sveitarfélög á Suðurnesjum

Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum gagnrýna harðlega tillögur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 um að stytta hámarksbótatíma atvinnulauss fólks úr þremur árum í tvö og hálft ár án þess að til komi fjárframlög á móti til sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var í Vogum um nýliðna helgi.

„Með áformum um styttingu hámarksbótatíma er verið að velta 500 milljóna króna útgjöldum frá ríki til sveitarfélaga. Búast má við að þessi útgjöld leggist þyngst á sveitarfélög á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mælist enn mest á landinu,“ segir í ályktunni.

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvetur til þess að í stað þess verði unnið með sveitarfélögunum að lausn atvinnuleysisvandans og eflingu endurhæfingarúrræða fyrir langtímaatvinnulausa.

Þá lýsir aðalfundurinn vonbrigðum sínum með þær lækkanir á framlögum til sóknaráætlana landshluta sem birtast í fjárlagafrumvarpinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024