ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Gagnrýna harðlega kaup bæjarins á Rammahúsinu
Miðvikudagur 19. nóvember 2008 kl. 09:42

Gagnrýna harðlega kaup bæjarins á Rammahúsinu

Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar gagnrýna harðlega þá ákvörðun meirihlutans að ráðast í kaup á Rammahúsinu svokallaða fyrir 75 milljónir króna á sama tíma og fyrirhugað sé að skera niður velferðarþjónustu. Málið kom til afgreiðslu bæjarstjórnar í gær en hafði áður verið samþykkt með atkvæðum meirihlutans í bæjarráði.

Sveindís Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi A-lista, sagðist vera orðlaus yfir þessari ákvörðun enda væri hún alveg með ólíkindum. Þrátt fyrir það ástand sem komið væri upp í þjóðfélaginu væri meirihluti Sjálfstæðismanna að kaupa eignir jafnvel þó ekki væri vitað í hvað ætti að nota þær.  Á sama tíma blasti við niðurskurður í velferðarmálum.

Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, var til svars fyrir meirihlutann og sagði fjórar meginástæður fyrir kaupum á eigninni. Í fyrsta lagi til að tryggja hagsmuni bæjarins vegna ógreiddra fasteignagjalda sem hvíldu á eigninni. Að öðrum kosti væri hætta á að lögveð rynni út á tíma. Í öðri lagi væri bærinn að trygga sína aðkomu að því með hvaða hætti húsið yrði nýtt í framtíðinni og hvaða starfsemi færi þar fram.  Í þriðja lagi væri um umhverfismál að ræða en utan á húsinu væri tankur sem verið hefði þyrnir í augum marga. Hann yrði fjarlægður. Í fjórða lagi nefndi hann að uppi væri ýmsar hugmyndir um nýtingu hússins þó ekkert hefði verið ákveðið ennþá. Reykjanesbæ vantaði húsnæði undir ýmsa starfsemi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25