Gagnaverið á áfangastað á Ásbrú
Nýtt gagnaver Verne Global er nú að komast á áfangastað á Ásbrú í Reykjanesbæ. Gagnaverinu var skipað upp úr flutningaskipi í Helguvík um nýliðna helgi en til stóð að flytja búnaðinn frá Helguvík að Ásbrú í gær. Veður var hins vegar óhagstætt í gær og ekki á það hættandi að fara með stóran og dýran búnað á milli staða.
Í morgun hefur svo verið unnið að því að flytja einingar í gagnaverið frá uppskipunarhöfninni og að húsi gagnaversins sem er í gömlu vöruhúsi Varnarliðsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar nú í morgun.
VF-myndir: Hilmar Bragi