Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gagnaveri skipað upp í Helguvík
Þriðjudagur 28. maí 2013 kl. 14:09

Gagnaveri skipað upp í Helguvík

Nú er unnið að uppskipun á öðrum áfanga gagnavers Verne Global. Uppskipunin fer fram í Helguvík. Um er að ræða gámaeiningar frá fyrirtækinu Colt í Bretlandi, sem einnig framleiddi búnað í fyrsta áfanga gagnaversins.

Nú er unnið að því að koma einingunum í land en flutningabílar eru einnig byrjaðir að flytja gámaeiningarnar á Ásbrú þar sem þeim verður raðað saman í gagnaveri Verne í gömlu vöruhúsi Varnarliðsins.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024