Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gagnaver í gömlu þotuskýlin?
Fimmtudagur 17. apríl 2008 kl. 16:45

Gagnaver í gömlu þotuskýlin?

Óhætt er að fullyrða að þotuskýlin á gamla varnarsvæðinu séu rammgerðustu mannvirkin á landinu.

Alls voru byggð 13 slík skýli á Vellinum í tíð varnarliðsins og er hvert og eitt þeirra um 900 fermetrar að stærð. Í hvert þeirra fór jafn mikið magn steypu og hefði þurft í 25 einbýlishús enda veggirnir 1,20 metri á þykktina. Byggingarnar áttu líka að þola allt nema allra stærstu sprengjur.

Ekki hefur verið fundin önnur nýting fyrir þotuskýlin eftir að íslenskt stjórnvöld tóku við varnarstöðinni en menn hafa velt upp þeim möguleika að þau geti hentað undir gagnaver.

Iðnaðarmenn á Suðurnesjum fóru í skoðunarferð um gamla varnarsvæðið fyrir nokkru og er myndaseríu frá ferðinni að finna í ljósmyndasafninu hér á vefnum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá nánar í Víkurfréttum í dag.