Gagnasafn um Suðurnes aðgengilegt á netinu
Bókasafn Reykjaensbæjar hefur opnað netaðgang að Gagnabanka safnsins um Suðurnes í tilefni þess að fyrsta tölublað mánaðartímaritsins FAxa kom út fyrir 65 árum.
Meginuppistaða í gagnabankanum eru tiilvísanir í greinar og fréttir í Faxa. Auk þess eru í honum valdar heimildir úr bókum og tímaritum um Suðurnes sem einn starfsmanna safnsins, Ragnhildur Árnadóttir, safnaði.
Það var þann 21. desember árið 1940 sem 1. tölublað Faxa kom út.
Blaðið hefur komið út allar götur síðan og það eru félagar í Málfundafélaginu Faxa sem gefa blaðið út.
Faxi er ómetanleg heimild um sögu og mannlíf á Suðurnesjum og hefur nýtst vel í gegnum tíðina við öflun heimilda. Lyklun hans var því eitt af forgangsverkum okkar á bókasafninu og fékkst leyfi hjá Faxa félaga til að lykla blaðið árið 1992. Þeir létu ekki við það sitja heldur færðu safninu tölvu að gjöf til verksins.
Verkið vannst hægt en örugglega og hefur þessi gagnagrunnur verið notaður á safninu í nokkur ár en er nú aðgengilegur fyrir alla á Netinu í gegnum vef bókasafnins.
Viðmót gagnabankans er svipað og á leitarvélum á Netinu. Hægt er að takmarka leit við bækur eða tímarit og leita eftir höfundum, titlum og efnisorðum.
Það er von bókasafnsins að Gagnabanki um Suðurnes nýtist nemendum og fræðimönnum vel um ókomin ár.
Af www.reykjanesbaer.is
Meginuppistaða í gagnabankanum eru tiilvísanir í greinar og fréttir í Faxa. Auk þess eru í honum valdar heimildir úr bókum og tímaritum um Suðurnes sem einn starfsmanna safnsins, Ragnhildur Árnadóttir, safnaði.
Það var þann 21. desember árið 1940 sem 1. tölublað Faxa kom út.
Blaðið hefur komið út allar götur síðan og það eru félagar í Málfundafélaginu Faxa sem gefa blaðið út.
Faxi er ómetanleg heimild um sögu og mannlíf á Suðurnesjum og hefur nýtst vel í gegnum tíðina við öflun heimilda. Lyklun hans var því eitt af forgangsverkum okkar á bókasafninu og fékkst leyfi hjá Faxa félaga til að lykla blaðið árið 1992. Þeir létu ekki við það sitja heldur færðu safninu tölvu að gjöf til verksins.
Verkið vannst hægt en örugglega og hefur þessi gagnagrunnur verið notaður á safninu í nokkur ár en er nú aðgengilegur fyrir alla á Netinu í gegnum vef bókasafnins.
Viðmót gagnabankans er svipað og á leitarvélum á Netinu. Hægt er að takmarka leit við bækur eða tímarit og leita eftir höfundum, titlum og efnisorðum.
Það er von bókasafnsins að Gagnabanki um Suðurnes nýtist nemendum og fræðimönnum vel um ókomin ár.
Af www.reykjanesbaer.is