Gagnaflutningsstrengur kemur á landi í Grindavík
Vodafone (Fjarskipti hf.) og Emerald Networks hafa ákveðið að semja um afnot Vodafone af gagnaflutningsstreng sem ráðgert er að leggja til Íslands. Strengurinn mun koma upp í Grindavík, en það gefur meðal annars kost á góðum tengingum á suðvesturhorni landsins þar sem Emerald hyggst koma upp ljósleiðarakerfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone
Emerald Networks hefur á undanförnum misserum undirbúið lagningu sæstrengs frá Bandaríkjunum til Evrópu og lagningu hliðarleggs til Íslands.
Fyrirtækið hefur boðið Vodafone aðgang að strengnum og stefna málsaðilar að undirritun samnings þar um innan 45 daga. Gagnaflutningsstrengurinn mun koma í land við Sandvík og Mölvík.