Gáfu utanyfirgalla án auglýsinga
- Samherji og Skinnfiskur styðja barna- og unglingastarf Víðis/Reynis
Barna- og unglingastarfið hjá Reyni/Víði fékk glæsilegan styrk á dögunum þegar allir iðkendur í knattspyrnu hjá yngri flokkum félaganna fengu gefins utanyfirgalla sem þau munu vera í á mótum og leikjum í sumar.
Fyrirtækin Skinnfiskur og Samherji, sem eru með starfsemi í bæjarfélaginu, vildu leggja sitt af mörkum til stuðnings við heilsueflandi samfélag og ákváðu að styrkja yngri barnastarfið hjá knattspyrnunni með því að gefa iðkendum utanyfirgalla.
Engar auglýsingar verða á göllunum, aðeins merki félagsins og nafn iðkanda. Að mæta til keppni sem eitt lið eflir samheldnina, hópinn og liðsheildina.
„Þetta er frábær stuðningur við það starf sem fram fer hjá félögunum, rausnarlegur styrkur sem barna- og unglingaráðin hjá Víði/Reyni eru afar þakklát fyrir,“ segir segir Heiða Rafnsóttir í samtali við Víkurfréttir.