Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. desember 2000 kl. 10:12

Gáfu Þroskahjálp á Suðurnesjum 2,5 milljónir

Skúli Rósantsson, Guðrún Lára Brynjarsdóttir, börn þeirra og þeirra fyrirtæki Kósý-húsgagnaverslun Síðumúla 24 Reykjavík hafa ákveðið að gefa Þroskahjálp á Suðurnesjun 500 þúsund kr. 1. des ár hvert næstu fimm árin og fór fyrsta greiðsla fram 1. des sl.
Fyrirtækið gengur vel og vildi fjölskyldan láta gott af sér leiða og styrkja gott málefni hér á Suðurnesjum. Var þessi ákvörðun tekin hjá þeim hjónum eftir að hafa rætt við Gísla H. Jóhannsson framkv.stjóra Þ.S. og Sæmund Pétursson formann félagsins varðandi þjálfunarlaugina. Það var á þeim tíma er Þroskahjálp á Suðurnesjum var að ræða um að halda áfram byggingu laugarinnar og reyna að klára hana. Þetta hafði mikil áhrif á endanlega ákvörðunartöku um það að byggingin héldi áfram og að verkið yrði klárað.
Þetta er frábært framtak og viljum við í Þ.S. þakka kærlega fyrir þeirra framlag, því starfsemi hjá Þ.S. og bygging slíkrar laugar gengur ekki nema með hjálp góðra manna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024