Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu Reykjanesbæ hleðslustöð fyrir rafbíla
Orkusalan færir öllum bæjarfélögum landins hleðslustöð fyrir rafbíla. Á myndinni eru Hafliði Ingason og Friðrik Valdimar Arnarson frá Orkusölunni. Mynd af rnb.is
Þriðjudagur 13. desember 2016 kl. 11:36

Gáfu Reykjanesbæ hleðslustöð fyrir rafbíla

Starfsmenn Orkusölunnar, þeir Hafliði Ingason og Friðrik Valdimar Arnarson, færðu Reykjanesbæ rafbílahleðslustöðina Stoppustuð í vikunni. Með því vill Orkusalan hvetja til aukinnar notkunar rafbíla.

Orkusalan framleiðir, kaupir og selur rafmagn til heimila, stofnana og fyrirtækja hér á landi. Á undanförnum vikum hafa þeir Hafliði og Friðrik ferðast um allt land til að færa öllum 74 bæjarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla. Verkefnið kallast „Rafbraut um Ísland.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024