Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu öllum átta hundrað íbúum Hrafnistuheimilanna páskaegg
Föstudagur 3. apríl 2020 kl. 12:18

Gáfu öllum átta hundrað íbúum Hrafnistuheimilanna páskaegg

Sjónvarpsþátturinn Lífið er lag, sem sýndur er á Hringbraut, fjallar um stöðu, hagsmuni og framtíðarsýn eldra fólks á Íslandi. Aðstandendur þáttarins komu í vikunni færandi hendi til Hrafnistu með um átta hundrað Góupáskaegg að gjöf handa öllum íbúum Hrafnistuheimilanna sem búsettir eru á átta heimilum sem Hrafnista starfrækir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ.

Að sögn Sigurðar K. Kolbeinssonar þáttastjórnanda er gjöfin framlag þáttarins til íbúanna sem um þessar mundir geta því miður ekki þegið heimsóknir frá aðstandendum á meðan faraldur Covid-19 veirunnar gengur yfir. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir gjöfina góðan vitnisburð um þann samhug og hlýju sem einstaklingar og fyrirtæki sýna þessa dagana í garð ýmissa þjóðfélagshópa, ekki síst aldraðra á hjúkrunarheimilum, þar sem tónlistarfólk hefur einnig komið saman fyrir utan hjúkrunarheimili um allt land til að syngja fyrir íbúa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi mynd var tekin í nýrri þjónustubyggingu Sjómannadagsráðs við Sléttuveg þegar Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna veitti gjöfinni viðtöku. Hrafnista starfrækir um 25% hjúkrunarrýma á landinu og starfa þar um 1500 manns.