Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu nefndarlaunin til góðgerðarmála
Miðvikudagur 23. desember 2009 kl. 09:13

Gáfu nefndarlaunin til góðgerðarmála


Ferða- og atvinnumálanefnd Grindavíkurbæjar fundaði í fyrradag og voru ýmis mál á dagskrá. Nefndin ákvað jafnframt að gefa fundarlaun sín fyrir þennan fund til Grindavíkurkirkju sem sér um að koma peningunum í góðar hendur.

Á fundi nefndarinnar komu m.a. tjaldsvæðið og Sjóarinn Síkáti til umfjöllunar. Þar sem Grindavíkurbær er að endurskoða rekstur Saltfisksetursins leggur nefndin til að skoðað verði samstarf setursins og tjaldsvæðisins fyrir næsta sumar vegna hugsanlegra samlegðaráhrifa.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/OK - Grindavík.