Gáfu kvennasveitinni Span hellur
Sjálfsbjörg á Suðurnesjum afhenti formlega í gær Kvennasveitinni Dagbjörgu Span hellur ásamt hjólaborði að gjöf. Gjöfin kom sér vel á fjölskyldukvöldi Björgunarsveitarinnar Suðurnes í vikunni þegar rafmagnið fór af hluta hússins þegar verið var að útbúa kakó fyrir gesti. Þá var hægt að rúlla borðinu í annan hluta hússins og halda áfram með kakógerðina.
Hellurnar koma sér líka vel á milli jóla og nýárs þegar Björgunarsveitin stendur í ströngu við flugeldasölu sem er aðal tekjulind félagsins. Þá léttir Kvennasveitin Dagbjörg undir og sér um að elda mat handa félagsmönnum.
Einnig var hugsað til þess að borðið komi sér vel ef aðstæður krefjast þess að sveitin fari á vettvang þar sem eldunar er krafist. Þá er hægt að tengja helluborðið við færanlega rafstöð.
Kvennasveitin Dagbjörg þakkar Sjálfsbjörgu á Suðurnesjum kærlega fyrir gjöfina og viðurkenningu á því mikilvæga starfi sveitarinnar sem sem gjöfin felur í sér.