Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu Íþróttamiðstöðinni góða gjöf
Mánudagur 6. júní 2005 kl. 17:27

Gáfu Íþróttamiðstöðinni góða gjöf

Íþróttamiðstöðin í Garði fékk góða gjöf í gær þegar slysavarnardeildin Una  afhenti þeim sérstakt bakbretti sem er hannað með það að sjónarmiði að flytja sjúklinga sem hafa orðið fyrir háls- eða bakmeiðslum.

Jón Hjálmarsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, sagði gjöfina koma sér vel en vonaði að sjálfsögðu að þurfa aldrei að nota gripinn.

Þess má að auki geta að Slysavarnardeildin tók upp nafnið Una í gær, en það er eftir Unu Guðmundsdóttur heitinni í Sjólyst. Hún var meðal stofnfélaga deildarinnar og fyrsti ritari hennar.

Deildin hafði frá stofnun árið 1934 borið nafnið Slysavarnardeild kvenna í Garði með 32 félögum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024