Gáfu HSS tvær skutlur
Styrktarfélag HSS, kom færandi hendi upp á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á dögunum og afhenti þar tvær „skutlur“ af gerðinni Sara Stedy.
Skutlurnar létta mjög umönnun sjúklinga sem eru með skerta göngugetu og draga auk þess úr óþægindum þeirra og hætta á byltum er hverfandi. Sara Stedy skutlurnar voru þegar í stað teknar í notkun á sjúkradeildinni og nú vill starfsfólk HSS alls ekki vera án þeirra. Frá þessu er greint á heimasíðu HSS.
Skutlurnar góðu. Mynd/ HSS.is