Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu fólksbílakerru í fundarlaun
Föstudagur 4. ágúst 2006 kl. 12:17

Gáfu fólksbílakerru í fundarlaun

Eftirtektarsamur vegfarandi hlaut fólksbílakerru að gjöf í júlíbyrjun þegar hann fann bílaflutningakerru sem stolið hafði verið af planinu frá Lyfta.is í Reykjanesbæ.

Kerruni var stolið um helgi í júlíbyrjun og lýst var eftir henni á vf.is. Vegfarandinn kom auga á kerruna í húsgarði einum í Reykjanesbæ þar sem henni hafði verið komið fyrir eftir að hafa verið tekin ófrjálsri hendi af bílaplaninu hjá Lyfta.is.

Feðgarnir Hjörtur Guðbjartsson og Guðbjartur Daníelsson, eigendur Lyfta.is, brugðu á það ráð að gefa vegfarandanum fólksbílakerru að andvirði 120 þúsund króna í fundarlaun sem var hinn ánægðasti með fundarlaunin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024