Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gáfu eina milljón til Björgunarsveitarinnar Ægis
Sunnudagur 23. janúar 2011 kl. 16:57

Gáfu eina milljón til Björgunarsveitarinnar Ægis



Í tilefni af 75 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Ægis ákvað stjórn Minningasjóðs Kristjáns Ingibergssonar, að veita úr sjóðnum kr. 1.000.000- til styrktar því mikla starfi sem Björgunarsveitin Ægir vinnur í þágu sjómanna. Jóhannes Jóhannesson, formaður og framkvæmdastjóri Vísis, félags skipsstjórnarmanna á Suðurnesjum, afhenti styrkinn í gærkvöldi á þorrablóti Suðurnesjamanna sem haldið var í Garði.


Það var Oddur Jónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ægis, sem veitti styrknum viðtöku og þakkaði þetta mikilvæga framlag til Björgunarsveitarinnar Ægis. Ægismenn hafa undanfarna mánuði verið að efla enn frekar sjóbjörgunarþátt sveitarinnar og m.a. tekið í notkun nýjan hraðbát til björgunarstarfa.


Myndin var tekin við afhendingu styrksins í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024