Gáfu bangsa í sjúkrabíla
- Kiwanisklúbburinn Keilir gefur bangsa í nafni Ævars Guðmundssonar
Kiwanisklúbburinn Keilir afhenti Brunavörnum Suðurnesja nýjar birgðir af böngsum í gær. Þeir eru ætlaðir fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda.
Hefð hefur skapast fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja. Bangsinn hefur fengið nafnið Ævar en það er gert í nafni Ævars Guðmundssonar, fyrrverandi Keilismanns, sem lést árið 2008. Fjölskylda hans styrkti verkefnið „Kiwanisklukkan“ á hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu og síðan þá hefur verið afhentur styrkur í nafni hans.
Eyrún Helga Ævarsdóttir og Óliver Ævar sáu um að afhenda bangsana en Eyrún er dóttir Ævars heitins og Óliver Ævar er barnabarn hans.