Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu afmælispeningana sína í Velferðarsjóð Suðurnesja
Þriðjudagur 13. apríl 2010 kl. 09:47

Gáfu afmælispeningana sína í Velferðarsjóð Suðurnesja

Þeir eru ekki háir í loftinu bræðurnir Oddur Fannar og Tómas Ingi Hjaltasynir en hjörtun eru stór.  Á dögunum héldu þeir upp á 6 ára afmælið sitt og buðu vinum sínum af leikskólanum Vesturbergi í afmælisveislu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir höfðu mikið velt því fyrir sér hvað kæmi sér best að fá í afmælisgjöf en komust að þeirri niðurstöðu að þeir ættu nóg af dóti en að til væru börn sem ekki hefðu það eins gott og þeir.  Þeir ákváðu því að biðja um pening í afmælisgjöf og gefa hann til barna sem ekki hefðu það eins gott og þeir bræður.


Þeir komu galvaskir að afmælisveislunni lokinni í kirkjuna sína og afhentu peningana alls kr. 25.000 sem komið verður til fjölskyldu sem á þarf að halda.  Velferðarsjóður Suðurnesja vill þakka þessum stórhuga strákum innilega fyrir þeirra framlag.