Gáfu 50 tré til Velferðarsjóðs Suðurnesja
Kiwanisklúbburinn Keilir í Reykjanesbæ afhenti í gær fimmtíu lifandi jólatré til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Það var séra Sigfús B. Ingvason sem veitti trjánum, eða réttara sagt gjafabréfum fyrir jólatrjám, viðtöku fyrir hönd sjóðsins. Andvirði gjafarinnar er um hálf milljón króna.
Kiwanisklúbburinn Keilir er með sína árlegu jólatréssölu í húsnæði timbursölu Húsasmiðiðjunnar. Salan gengur vel en afrakstur jólatréssölunnar rennur til góðgerðarmála í Reykjanesbæ.
Myndin að ofan var tekin við afhendingu gjafabréfanna í gær. VF-myndir: Hilmar Bragi