Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu 2000 skólamáltíðir til Pakistans
Þriðjudagur 3. febrúar 2009 kl. 08:55

Gáfu 2000 skólamáltíðir til Pakistans



Skólamatur og Reykjanesbær hafa hvor um sig gefið 1000 skólamáltíðir til Pakistans í tengslum við söfnunarátakið Börn hjálpa börnum. Átakinu var hrint af stað í gær í höfuðstöðvum Skólamatar þar sem hópur grunnskólabarna kom saman og tók við söfnunarbaukum af þessu tilefni.

ABC barnahjálp stendur að söfnuninni en fram að þessu hefur verið safnað fyrir skólabyggingum eða heimavistum fyrir umkomulaus börn. Vegna óhagstæðs gengis íslensku krónunnar hefur reynst erfitt að halda starfi ABC úti fyrir öll þau 13.000 börn sem samtökin styðja. Í fyrsta skipti hefur þurft að taka matinn úr skólunum í Pakistans og skera verulega niður á öðrum stöðum. Því var ákveðið að safna fyrir skólamáltíðum fyrir börnin að þessu sinni.

---

VFmynd/elg - Börnin tóku við söfnunarbaukunum í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024