Gáfu 12.000 máltíðir af skólamat á ári til 5 ára
Icelandair Cargo, Skólamatur og Skötumessan afhentu í morgun Velferðarsjóði Suðurnesja 12.000 máltíðir af skólamat á ári til næstu fimm ára. Velferðarsjóðurinn mun sjá um að úthluta máltíðunum.
Á meðfylgjandi mynd er Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja ásamt þeim Axel Jónssyni, Ásmundi Friðrikssyni og Theodóri Guðbergssyni, fulltrúum gefenda.