Gaf fatalager til Rauða krossins
Einar Sigurpálsson í Merkiprent kom færandi hendi og færði Rauða krossinum á Suðurnesjum heilan lager af nýjum fatnaði sem áður var notaður fyrir fatamerkingar.
Merkiprent hefur hætt í fatamerkingum en mun halda áfram að merkja fyrirtæki, bíla og skilti.
Rauði krossinn á Suðurnesjum þakkar Einari kærlega fyrir góða gjöf.
Á meðfylgjandi mynd eru Einar og Fanney Grétarsdóttir deildarstjóri Rauða krossins á Suðurnesjum.
Á meðfylgjandi mynd eru Einar og Fanney Grétarsdóttir deildarstjóri Rauða krossins á Suðurnesjum.