Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gaf ekki stefnuljós og lenti í árekstri
Fimmtudagur 11. október 2012 kl. 15:44

Gaf ekki stefnuljós og lenti í árekstri

Árekstur varð á Hringbraut í Keflavík þegar bifreið var beygt af götunni og inn á bifreiðastæði vinstra megin hennar, án þess að ökumaður gæfi stefnuljós. Hann ók í fyrstu inn á bifreiðastæði hægra megin götunnar, en ákvað svo að nota bílastæði hinum megin.

Ökumaður annarrar bifreiðar sem á eftir kom ætlaði fram úr en þá skall fyrrnefnda bifreiðin inn í hliðina á bíl hans. Annar árekstur varð í Keflavík þegar bifreið var ekið aftan á aðra, sem hafði verið stöðvuð við merkta gangbraut. Engan sakaði og tjón á bílunum var lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024