Gætum hafið framkvæmdir á næsta ári
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra var fyrstur á mælendaskrá á borgarafundinum í Stapa í kvöld. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar um upphaf og lok verksins, en nefndi að ef allt færi að óskum gæti verkhönnun hafist í lok þess árs eða byrjun árs 2002. Upphaf framkvæmda gæti einnig orðið sama ár.
Viðmikill undirbúningstími
Sturla útskýrði það ferli sem yrði að fara fram áður en að tvöföldun kæmi og lagði áherslu á að undirbúningstími slíkrar framkvæmdar væri viðamikill. Niðurstaða Skipulagsstofnunar á að liggja fyrir í þessum mánuði og matsskýrslan í febrúar. Almenningur getur komið með athugasemdir varðandi skýrsluna fram til apríl en endanlegur úrskurður Skipulagsstofnunar ætti þá að vera kominn í maí á þessu ári. Mögulegur úrskurður umhverfisráðherra gæti legið fyrir í ágúst.
„Ef allt fer að óskum gæti verkhönnun hafist í lok þess árs eða byrjun árs 2002. Verkið verður boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og upphaf framkvæmda gæti orðið 2002 en ég get ekki gefið nákvæmar tímasetningar á þessu stigi“, sagði Sturla.
Vantar enn tæpa 2 milljarða
Sturla nefndi nokkrar tölur um kostnað í sambandi við leiðina frá Hafnarfirði að Fitjum í Njarðvík, en vegalengdin sem um ræðir er 24 km. Kostnaður við tvöföldun á þessum vegarkafla er 2,3 milljarðar króna en til að dæmið gangi upp þá vantar enn 1,7 milljarð króna að sögn Sturla.
Samgönguráðherra benti einnig á að mikilvægt væri að bæta umferðarmenninguna, ef slysatíðni ætti að lækka. „Almenn löggæsla á Brautinni hefur þegar verið stóraukin og við ætlum okkur að auka öryggisgæslu á meginþjóðvegum landsins. Einnig verður eftirlit með hraðakstri hert en ég tel að hægt sé að draga úr ökuhraða, jafnvel lækka löglegan hraða úr 90 km/klst í 80 km/klst.“
Viðmikill undirbúningstími
Sturla útskýrði það ferli sem yrði að fara fram áður en að tvöföldun kæmi og lagði áherslu á að undirbúningstími slíkrar framkvæmdar væri viðamikill. Niðurstaða Skipulagsstofnunar á að liggja fyrir í þessum mánuði og matsskýrslan í febrúar. Almenningur getur komið með athugasemdir varðandi skýrsluna fram til apríl en endanlegur úrskurður Skipulagsstofnunar ætti þá að vera kominn í maí á þessu ári. Mögulegur úrskurður umhverfisráðherra gæti legið fyrir í ágúst.
„Ef allt fer að óskum gæti verkhönnun hafist í lok þess árs eða byrjun árs 2002. Verkið verður boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og upphaf framkvæmda gæti orðið 2002 en ég get ekki gefið nákvæmar tímasetningar á þessu stigi“, sagði Sturla.
Vantar enn tæpa 2 milljarða
Sturla nefndi nokkrar tölur um kostnað í sambandi við leiðina frá Hafnarfirði að Fitjum í Njarðvík, en vegalengdin sem um ræðir er 24 km. Kostnaður við tvöföldun á þessum vegarkafla er 2,3 milljarðar króna en til að dæmið gangi upp þá vantar enn 1,7 milljarð króna að sögn Sturla.
Samgönguráðherra benti einnig á að mikilvægt væri að bæta umferðarmenninguna, ef slysatíðni ætti að lækka. „Almenn löggæsla á Brautinni hefur þegar verið stóraukin og við ætlum okkur að auka öryggisgæslu á meginþjóðvegum landsins. Einnig verður eftirlit með hraðakstri hert en ég tel að hægt sé að draga úr ökuhraða, jafnvel lækka löglegan hraða úr 90 km/klst í 80 km/klst.“