Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gæsluvöllum í Njarðvík lokað
Fimmtudagur 21. nóvember 2002 kl. 14:55

Gæsluvöllum í Njarðvík lokað

Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögur félagsmálastjóra í fjárhagsáætlun 2003 um að frá og með 15. ágúst 2003 verði gæsluvellinum við Brekkustíg lokað nema yfir sumartímann þ.e. frá 10. júní til 15. ágúst. Einnig er samþykkt að Stapagötuvöllur verði lagður niður nú þegar, en hann hefur á síðustu árum einungis verið opinn yfir sumartímann.Heiðarbólsvöllur verði opinn allt árið 2003 og rekstur hans endurskoðaður við fjárhagsáætlun 2004.
Greinargerð:
Á síðustu árum hefur komum á gæsluvelli bæjarins fækkað ár frá ári.

ár: komur: fjöldi valla: þar af opnir allt árið:
1995 19.918 5 4
1996 18.252 5 4
1997 14.055 5 4
1998 12.832 5 4
1999 11.899 5 4
2000 9.939 5 3
2001 6.832 5 3
2002 4.209 (til 1. nóv.) 3 2

Á árinu 2001 voru tveir gæsluvellir lagðir alveg niður, en áður en til þess kom höfðu ýmsar hagræðingar verið gerðar, m.a. var komugjald lækkað verulega á árinu 2000 til að sporna við þessari þróun.

Af þeim þrem völlum sem hafa verið opnir á þessu ári er nýting best á Heiðarbólsvelli.
Í öðrum sveitarfélögum hefur þróun verið með sama hætti og víða hefur verið tekin ákvörðun um að loka gæsluvöllum alveg nema yfir sumarmánuðina.

Skv. fyrirliggjandi upplýsingum eru aðeins 35 börn á aldrinum 2 - 6 ára ekki á leikskóla eða biðlista eftir leikskólaplássi á leikskólum Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024