Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 7. júní 2000 kl. 12:18

Gæsluvellir boðnir út

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að loka gæsluvellinum við Ásabraut þann 1. september nk. en halda gæsluvellinum við Miðtún opnum til 31. desember 2000. Ákveðið hefur verið að leigja vellina til einkaaðila fyrir skylda starfsemi, líkt og gert hefur verið á Heiðarbólsvelli. Bæjarráð áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Böðvar Jónsson (D) sagðist vera ánægður með þessa ákvörðn bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag, þar sem aðsókn að gæsluvöllunum hefur farið minnkandi á undanförnum misserum. „Með þessu er verið að flytja þjónustu frá sveitarfélagi til einkaaðila og fagna ég því“, sagði Böðvar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024