Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gæsluvarðhalds krafist vegna árásar
Þriðjudagur 4. maí 2010 kl. 20:42

Gæsluvarðhalds krafist vegna árásar

Lögreglustjóri Suðurnesja hefur krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum vegna fólskulegrar árásar í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Héraðsdómari tók sér sólarhringsfrest til að úrskurða um varðhaldið. Mennirnir hafa margoft komið við sögu lögreglunnar áður, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Frá þessu er greint á mbl.is


Málið er litið afar alvarlegum augum en mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, gengu í skrokk á hjónum á sjötugsaldri og dóttur þeirra. Árásin átti sér stað fyrir utan heimili þeirra í Reykjanesbæ. Fólkið átti ekkert sökótt við mennina og ekki er ljóst hvað þeim gekk til. Þó er hugsanlegt að þeir hafi farið mannvillt við handrukkun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Fólkið hlaut margvísleg meiðsl, meðal annars nefbrot og handleggsbrot. Talið er að þeir hafi notast við vopn. Lögregla hafði upp á mönnunum þar sem fórnarlömbin gátu gefið góða lýsingu af þeim, segir í frétt mbl.is