Gæsir ollu umferðartöfum
Gæsir ollu umferðartöfum í Sandgerði nú síðdegis. Svo virðist sem að þessir fiðruðu vinir okkar hafi villst og nokkrir vegfarendur tóku það að sér að vísa þeim veginn. Af og til gengu þær þó út á götu og stoppuðu þar umferð í smá tíma. Þær voru mjög gæfar og þáðu töluvert mikið af brauði úr höndum vegfarenda. Blaðamaður Víkurfrétta átti í erfiðleikum með að komast til Reykjanesbæjar aftur því gæsirnar tóku upp á því að hindra bíl blaðamannsins. Á endanum komst hann þó í burtu og gæsirnar á sinn áfangastað.
VF-myndin: Gæsirnar voru ekki nógu góðar í umferðarreglunum og villtust þar afleiðandi oft í veg fyrir bíla VF/Atli Már Gylfason