Gæsir kroppa eftir fæðu á Ásbrú
Talsvert stór gæsahópur hefur haldið til á Ásbrú í Reykjanesbæ síðustu vikur. Þar hafa gæsirnar verið að kroppa í tún eftir fæðu og sýna lítið fararsnið. Meðfylgjandi myndir voru teknar af hluta gæsahópsins við gamla sjúkrahúsið á Ásbrú. Hafa um 100 gæsir verið í hópnum þegar hann er hvað stærstur en ekki náðust myndir af honum þannig.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson