Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæsahópar leita matar í byggð
Fimmtudagur 5. janúar 2012 kl. 15:26

Gæsahópar leita matar í byggð

Stórir gæsahópar hafa síðustu daga vakið athygli í Njarðvík. Hafa hóparnir sem hafa á að skipa tugum fugla verið í ætisleit á opnum svæðum í Njarðvík. Fuglavinir hafa borið út æti fyrir gæsirnar en brauðmeti hefur verið dreift á svæði við Hólagötuna. Þá hafa gæsahópar verið í skrúðgarðinum í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er mikill snjór yfir öllu og hafa gæsirnar þá átt erfiðara með að komast í æti en þær hefur mátt sjá kroppa í grassvörðinn þegar snjórinn hefur ekki verið fyrir honum.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar gæsir á vappi í Njarðvík og á flugi yfir þeim stöðum þar sem þær hafa komist í æti.

VF-myndir: Hilmar Bragi