Gæi í Koti krafinn um 200 milljónir
- í félagsgjöld til Félags eldri borgara á Suðurnesjum
Garðar Magnússon, eða Gæi í Koti, fékk myndarlegan greiðsluseðil á dögunum frá Landsbankanum. Á seðlinum er Garðar krafinn um rúmar tvöhundruð milljónir króna í félagsgjald til Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Upphæðin er nákvæmlega 200.005.193,00.
Garðar greinir frá málinu á fésbókarsíðu sinni og segir:
„Í langan tíma er ég, unglingurinn, búinn að þráast við að ganga í Félag eldri borgara. Lét þó verða af því um daginn og skráði mig. Fékk svo gíróseðil frá bankanum fyrir félagsgjaldinu uppá rúmar 200 milljónir. Held ég hringi aftur og afskrái mig. Hvað finnst ykkur?“
Félagsgjaldið er fyrir árin 2015-2016. Ekki að undra að eldri borgarar hafi verið að krefjast bættari kjara, þó ekki sé nema til að standa undir félagsgjaldinu.
Garðar var í viðtali við Víkurfréttir fyrir jól. Það má sjá hér!