Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæddu sér á skötu fyrir góðan málstað
Miðvikudagur 21. júlí 2010 kl. 09:56

Gæddu sér á skötu fyrir góðan málstað

Miðgarður, nýr samkomusalur Gerðaskóla í Garði, var þéttsetinn í gærkvöldi. Þar kom saman fólk sem gæddi sér á skötu fyrir góðan málstað. Um 350 manns keyptu sér aðgang að skötuveislunni og nutu þessa réttar sem hvað vinsælastur er á Þorláksmessu, daginn fyrir aðfangadag jóla. Skötuveislan nú er hins vegar haldin á Þorláksmessu að sumri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Meðfylgjandi myndir voru teknar í veislunni í gær. Til allrar hamingju er ekki hægt að deila lyktinni með lesendum. Hana þekkja þó flestir.


VF-myndir: Hilmar Bragi