Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. febrúar 1999 kl. 19:13

GÆÐA BARNAGÆSLA?

Lögreglan hafði afskipti af 2 unglingspiltum aðfararnótt sunnudags. Piltarnir, sem voru á aldrinum 13-15 ára, voru undir áhrifum áfengis og gáfu þær skýringar að þeir væru að passa börn og hefðu þurft að skjótast á Aðalstöðina að kaupa bland í poka. Þeir sögðu þriðja piltinn hafa orðið eftir hjá börnunum en hann reyndist skammt undan að leita félaga sinna. Játuðu piltarnir að hafa tekið áfengi ófrjálsri hendi hjá foreldrum barnanna sem þeim var ætlað að passa og að lokum farið út að rölta. Haft var samband við forráðamenn piltanna sem og barnanna og þeim skýrt frá þróun mála. Vill lögreglan nota tækifærið og benda foreldrum á mikilvægi þess að vanda valið á ,,barnapíunum”.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024