Fysti íbúafundurinn í kvöld
Árlegir íbúafundir með bæjarstjóra og framkvæmdarstjórum hjá Reykjanesbæ eru að hefjast. Fyrsti fundurinn er í kvöld í Njarðvíkurskóla.
Reykjanesbær er 20 ára á þessu ári. Litið verður yfir farinn veg með bæjarbúum um leið og fjallað er um verkefni ársins, tekið við ábendingum um það sem betur má fara í hverfum bæjarins og í þjónustunni, eins og hefðbundið er, segir í tilkynningu.
Fundirnir verða sendir út beint á vef bæjarsins: reykjanesbaer.is og hægt verður að senda inn ábendingar á netfangið [email protected]